Talnakönnun
hero_pattern2.png

Talnakönnun hf

 

Vönduð vinnubrögð í áratugi

Talnakönnun hf. er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í úrvinnslu og útgáfu upplýsinga sem tengjast rekstri og efnahagsmálum. Fyrirtækið veitir aðstoð við alls konar reikniverkefni.

Talnakönnun var stofnuð árið 1984 og hefur starfað óslitið síðan. Frá fyrirtækinu hafa komið fjölmörg rit, skýrslur um einstök málefni sem og blöð og tímarit á starfsviði fyrirtækisins. Starfsmenn Talnakönnunar hafa að baki háskólanám og starfsreynslu á sviði stærðfræði, hagfræði og tölvunarfræði.

Áhersla á fljót og vönduð vinnubrögð hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá Talnakönnun. Mörg þeirra verkefna sem Talnakönnun hefur unnið við hafa víða haft áhrif og vakið mikla athygli.

 

➤ Staðsetning

Þórunnartúni 2
105 Reykjavík

☎ Samband

talnakonnun@talnakonnun.is
(354) 512-7575

 

Ráðgjöf Talnakönnunar


Lífeyrismál

Fjölmörg fyrirtæki hafa skuldbundið sig til að greiða eftirlaun starfsmanna sinna. Samkvæmt góðri reikningsskilavenju þarf að reikna slíkar lífeyrisskuldbindingar árlega og færa til skuldar í efnahagsreikningi. Talnakönnun reiknar eftirlaunaskuldbindingar vegna fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga og metur auk þess styrk lífeyrissjóða. Meðal viðskiptavina á þessu sviði eru margir af sterkustu lífeyrissjóðum landsins, fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir.


mat á sjóðum

Við mat á áhættu í starfsemi og stöðu sjóðs eru notuð álagspróf og sett upp mismunandi líkön sem taka mið af eðli, umfangi og áhættu þeim sjóði sem matið nær til. Farið er yfir áhættu í bæði tekju- og gjaldastreymi, sem og áhættugreining á eignum og skuldbindingum.

Talnakönnun tekur út sjúkrasjóði, starfsmenntunarsjóði, orlofssjóði og aðra sértæka sjóði félaga og samtaka og veitir ráðgjöf við breytingar á samþykktum og öðrum þáttum sem áhrif hafa á stöðu og rekstur hvers sjóðs um sig. Sérstaklega er litið til breytinga á ytra umhverfi og litið á þróun til lengri og skemmri tíma.


SÖFNUN OG ÚRVINNSLA UPPLÝSINGA

Nauðsynlegur undirbúningur þess að geta tekið réttar ákvarðanir er að hafa góðar og áreiðanlegar upplýsingar. Talnakönnun leiðbeinir við túlkun á göngum og bendir á hentugar leiðir við framsetningu með töflum eða myndum. Fyrirtækið hefur unnið fjölmargar kannanir, annað hvort að öllu leyti eða aðstoðað við einstaka þætti. Það er mikilvægt að vinna rétt úr gögnum sem fyrir liggja en einnig þarf að gæta þess að safna réttum upplýsingum. Talnakönnun aðstoðar við gerð spurningalista og uppsetningu þeirra, val á úrtaki, tölfræðilega vinnslu og túlkun á niðurstöðum. Tölfræðiráðgjöf lýkur með skýrslugjöf um efnið sem kannað var og áhersla lögð á að gera efnið aðgengilegast. Texti, töflur og myndir eru jafnan í hæsta gæðaflokki.

 Stór gagnasöfn

Í flestum fyrirtækjum hefur safnast saman mikið af tölulegum upplýsingum um starfsemina og þá markaði sem þau starfa á, án þess að unnið sé úr þeim með neinum hætti, til dæmis við stjórnun eða markaðssetningu. Sumir hafa gengið svo langt að halda því fram að stór gagnasöfn séu falinn fjársjóður sem bíði þess að einhver finni hann. Þar getur Talnakönnun lagt lið með sérfræðiþekkingu og reynslu starfsmanna sinna

ÞRÓUN BÚSETU OG NEYSLU

Þegar skipuleggja á starf til lengri tíma er mikilvægt að gera sér grein fyrir líklegri mannfjöldaþróun. Talnakönnun gerir líkön sem nota má til þess að meta breytingar á neysluvenjum sem leiða af breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og fólksflutningum innanlands. Skýrslur Talnakönnunar nýtast meðal annars bæjarfélögum til þess að skipuleggja barna- og öldrunarþjónustu, sem og skipulag heilsugæslu. Jafnframt nýta fyrirtæki og samtök í verslun og fjármálaviðskiptum sér þekkingu Talnakönnunar til þess að gera neysluspár sem auðvelda ákvarðanatöku.

FJÁRMÁLASTÆRÐFRÆÐIRÁÐGJÖF

Talnakönnun hefur komið að skýrslugerð og útreikningum vegna ýmiss konar álitamála, flókinna vaxtaútreikninga, og mati á tjónum þar sem erfitt er að meta ýmsan fjárhagslegan kostnað sem af hlýst. Sem dæmi má nefna tapaða markaðshlutdeild, neikvæða umfjöllun og fleira. Talnakönnun oft hefur metið tjón af þessu tagi m.a. vegna dómsmála þar sem starfsmenn hafa sett upp stærðfræðileg líkön til þess að áætla umfang skaðans.